Skráning nýrra fólksbíla í júlí dróst saman um þriðjung frá sama mánuði í fyrra. Alls voru skráðir 837 nýir fólksbílar í síðasta mánuði samanborið við 1.270 í júlí 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu Bílgreinasambandsins.

Mesta breytingin milli ára í júlímánuði var í flokki ökutækjabíla. Þær skráðu 326 nýja fólksbíla í síðasta mánuði samanborið við 665 á júlí 2023, sem er um 51% fækkun milli ára.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 7.192 nýir fólksbílar skráðir, samanborið við 11.536 nýja fólksbíla á sama tímabili í fyrra. Það samsvarar 37,7% samdrætti.

Hlutfall rafbíla að taka við sér

Séu nýskráningar fólksbíla flokkaðar eftir orkugjafa þá voru rafmagnsbílar algengastir í júlí en þeir vógu um 30% af heildinni. Í tilkynningu Bílgreinasambandsins segir að hlutfall rafbíla sé að taka við sér eftir dýfu á árinu.

Á eftir rafbílum voru nýskráningar á hybrid næst algengastar eða um 23,5% af skráningum í júlí í ár. Þar á eftir koma skráningar á tengiltvinnbílar sem voru 22,6% af heildinni í júlí.

Í júlí var mest skráða tegundin Toyota með 127 skráða fólksbíla eða 15,2% af skráðum fólksbílum. Þar á eftir kom KIA með 113 skráða fólksbíla og 13,5% af skráðum fólksbílum.