Tap Kvikmyndahússins, sem rekur Laugarásbíó, nam 2 milljónum króna í fyrra, samanborið við 11 milljóna tap árið 2022, en hagnaður var síðast af rekstrinum árið 2019. Tekjur námu 242 milljónum og jukust um 38 milljónir milli ára.
Eigið fé nam í lok árs 2023 19 milljónum og voru eignir bókfærðar á 43 milljónir. Magnús Gunnarsson er framkvæmdastjóri Laugarásbíós en hann á þriðjungshlut í Kvikmyndahúsinu á móti bróður sínum, Gunnari Gunnarssyni, og Snorra Hallgrímssyni.