Flugfélagið Air New Zealand hefur hætt við markmið sitt um að draga úr kolefnisspori sínu fyrir 2030 þar sem erfiðlega gengur að tryggja nýjar flugvélar og meira sjálfbært eldsneyti.
Ákvörðun Air New Zealand gerir það fyrsta flugfélag í heimi til að falla frá loftslagsmarkmiði sínu en bætir þó við að það sé að vinna að nýju markmiði og skuldbindur sig enn við að ná hreinni núlllosun fyrir 2050.
Flugiðnaðurinn framleiðir rúmlega 2% af öllum koltvísýringi í heiminum og hafa flugfélög reynt að draga úr losun með því að skipta út eldri vélum og notast við endurnýjanlegt eldsneyti.
Árið 2022 samþykkti Air New Zealand að draga úr losun um 29% fyrir árið 2030. Markmiðið var mun metnaðarfyllra en 5% minnkunin sem alþjóðlegi flugiðnaðurinn setti.
„Tafir á afhendingu nýrra flugvéla hafa áhrif á flugfélög um allan heim. Bæði Boeing og Airbus hafa ekki afgreitt nýjar þotur á undanförnum árum, meðal annars vegna hnökra í aðfangakeðjunni,“ segir Greg Foran, forstjóri Air New Zealand.