Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari, segir að ákæruvaldið meti nú hvort dómi yfir Kaupþingsmönnum verði áfrýjað. Hann segir dóminn nokkurn veginn í takt með það sem lagt var upp með.
Dómurinn telur 96 blaðsíður og ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að meta áfrýjun.
Enginn verjenda Kaupþingsmanna gaf færi á viðtali beint eftir dómsuppkvaðningu.
VB sjónvarp ræddi við Hólmstein Gauta við dómsuppkvaðninguna.