Verðbréfasjóðurinn VaxtaTækifæri, rekinn af Akta sjóðum, var með bestu ávöxtun meðal verðbréfasjóða í flokki meðallangra skuldabréfa á síðasta ári. Eignasafn sjóðsins inniheldur bæði fyrirtækja og -ríkisskuldabréf.
Þar á eftir kemur Akta Ríki, ríkisskuldabréfasjóður á vegum Akta.
A/F Rekstraraðili stofnaði sérhæfða sjóðinn A/F Vaxtabréf í byrjun árs 2024 og skilaði sjóðurinn 8,44% ávöxtun, sem er meira en meðalávöxtun meðallangra skuldabréfasjóða á árinu.
A/F Vaxtabréf er sjóður sem fjárfestir í skuldabréfum í íslenskum krónum, en helstu eignir sjóðsins eru ríkisskuldabréf og sértryggð skuldabréf bankanna.
Meðal verðbréfasjóða í flokki stuttra íslenskra skuldabréfa stóð sjóðurinn Kvika – Stutt skuldabréf, á vegum Kviku eignastýringar, sig best á árinu með rúmlega 10% ávöxtun.
Þegar litið er til skammtímasjóða var hverfandi munur á ávöxtun sjóðanna. Akta Lausafjársjóður, á vegum Akta sjóða, trónir þar á toppnum með 10,37% ávöxtun.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í vikunni. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.