Netverslun nam 11,3 milljörðum dala í Bandaríkjunum síðastliðinn mánudag, á rafrænum mánudegi.

Um er að ræða stærsta netverslunardag í sögu Bandaríkjanna, samkvæmt gögnum frá Adobe Analytics.

Salan, óleiðrétt fyrir verðbólgu, jókst um 5,8% samanborið við sama dag í fyrra. Netsala á leikföngum áttfaldaðist miðað við meðaldag í október á þessu ári, samkvæmt gögnunum.

Þá fimmfaldaðist netsala á raftækjum, og voru vörur á borð við Playstation 5 og Apple Airpods meðal vinsælustu varanna.