Heildverslunin Reykjavík Warehouse, sem þær Kristín Kristmundsdóttir og Sara Jasmín Sigurðardóttir reka saman, er umboðsaðili K18 á Íslandi en þau ákváðu að flytja merkið inn fyrir um þremur árum, fljótlega eftir að það kom á markað erlendis.

„Það að koma nýju merki inn tekur náttúrulega tíma þegar fólk veit ekki hvað þetta er en við héldum bara í trúna,“ segir Kristín og tekur Sara undir. „Þetta er mjög nýtt merki, þannig fólk úti í heimi var líka að kynnast þessu. Síðan kemur bara sprengja núna og þetta er úti um allt.“

Heildverslunin Reykjavík Warehouse, sem þær Kristín Kristmundsdóttir og Sara Jasmín Sigurðardóttir reka saman, er umboðsaðili K18 á Íslandi en þau ákváðu að flytja merkið inn fyrir um þremur árum, fljótlega eftir að það kom á markað erlendis.

„Það að koma nýju merki inn tekur náttúrulega tíma þegar fólk veit ekki hvað þetta er en við héldum bara í trúna,“ segir Kristín og tekur Sara undir. „Þetta er mjög nýtt merki, þannig fólk úti í heimi var líka að kynnast þessu. Síðan kemur bara sprengja núna og þetta er úti um allt.“

Vörulínan samanstendur af hármaska, sjampói, hárúða og hárolíu, sem er nýjasta viðbótin. Þúsund stykki af olíunni fóru í sölu hér á landi þann 3. maí og aðeins viku síðar var hún uppseld hjá heildversluninni. Þá er olían einnig uppseld víðast hvar erlendis.

Kristín segist ekki hafa séð neitt þessu líkt á sínum ferli en vinsældirnar megi að stórum hluta rekja til þess að fólk mælir með vörunum hvert við annað og það spyrst þannig út.

„Við erum alveg með merki sem ganga mjög vel en ekkert í líkingu við þetta. Við erum að panta slatta af vörum og eigum þær kannski í þrjá mánuði en það er eðlilegt að vinsæl vara endist samt í þrjá mánuði og við pöntum bara í takt við það,“ segir hún en K18 hefur aftur á móti ekki hangið í hillunum nærri því svo lengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á föstudaginn. Áskrifendur geta nálgast blaðið klukkan 21 í kvöld hér.