Algalíf tapaði 486 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 141 milljón króna tap árið áður. Tekjur félagsins námu 1,1 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um fjórðung á milli ára.
Algalíf ræktar örþörunga á Ásbrú í Reykjanesbæ og framleiðir úr þeim andoxunarefnið astaxanthín.
Yfirstandandi 7.500 fermetra stækkun á verksmiðju Algalífs er komin vel á veg en heildarstærð verksmiðju Algalíf verður 12.500 fermetrar þegar verkinu lýkur seint á næsta ári.
Í skýrslu stjórnar segir að ný verksmiðja muni auka framleiðslugetu félagsins um allt að 200% frá því sem nú er og nemur heildarfjárfesting vegna stækkunarinnar um 4,5 milljörðum króna.
Reiknað er með því að umfang rekstrarins vaxi mikið á næstu árum með nýju verksmiðjunni. Áætlað er að verksmiðjan nái fullri afkastagetu um mitt næsta ár 2024. Reikna stjórnendur með því að geta aukið sölu í samræmi við aukna framleiðslugetu, þar sem markaður fyrir astaxanthín fari ört stækkandi.
Eigið fé félagsins nam 2,3 milljörðum króna í árslok, en hlutafé félagsins var hækkað um 750 milljónir króna á árinu. Hlutafé félagsins er að fullu í eigu norska félagsins HeTe Invest AS.
Stjórn félagsins samþykkti í lok árs 2022 að hefja undirbúning fyrir skráningu félagsins á almennan hlutabréfamarkað árið 2025. Ráðgjafarfyrirtækið Hamrar Capital Partners var fengið til að halda utan um undirbúning skráningarinnar og veita eigendum félagsins sértæka ráðgjöf í ferlinu.
Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hamrar Capital Partners, var jafnframt kjörinn stjórnarformaður Algalífs.
Algalíf Iceland ehf.
2021 | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
1.507 | |||||||
1.634 | |||||||
1.993 | |||||||
-141 |