Svo virðist sem þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglútíð, t.a.m. Ozempic og Wegovy, gagnist alkóhólistum við að draga úr áfengisneyslu. Fjöldi fólks sem breski miðillinn The Telegraph ræddi við lýsti því hvernig slík lyf hafi gert það að verkum að það hafði minni og jafnvel enga lyst á áfengi.

Ýmsar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á undanförnum mánuðum renna stoðum undir þetta en ástæðan er þó ekki alveg ljós. Prófessor við háskóla í Colorado-ríki Bandaríkjanna leiðir klíníska rannsókn um málið en í viðtali við The Telegraph bendir hann á nokkrar tilgátur, svo sem að áfengi hafi sömu hormónaáhrif og matur. Þá gæti verið að lyfið breyti starfsemi þess hluta heilans sem stjórnar hvötum og umbun.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði