Eftir fremur hóf­legar lækkanir framan af degi tóku ís­lensk hluta­bréf væna dýfu við opnun markaða vestan­hafs.

Þegar þetta er skrifað hefur úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkað um 3,6% og stendur í 2.544 stigum. Úr­vals­vísi­talan hefur ekki verið lægri frá því í byrjun október í fyrra.

Hluta­bréfa­verð félaga með starf­semi í Bandaríkjunum leiða lækkanir er JBT Marel hefur lækkað um rúm 7% það sem af er degi og stendur gengi í 15.400 krónum.

Líftækni­lyfjafélagið Ocu­lis, sem er tvískráð hér­lendis og í Bandaríkjunum, hefur lækkað um 6,5% og stendur gengið í 2.280 krónum.

Ís­lenska málm­leitarfélagið Amaroq, sem heldur úti víðtækum rannsóknar- og vinnslu­heimildum í Græn­landi, hefur lækkað um 5%.

Þá hefur gengi flug­félagsins Play lækkað um tæp 5% í ör­við­skiptum.