Á flesta mæli­kvarða er Ís­land afar um­hverfis­vænt land en eftir inn­leiðingu flokkunar­reglu­gerðar ESB hafa lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna, t.d. í­búða- og bíla­lána, í 0%.

Skiptir hér engu hvort lánað sé fyrir um­hverfis­vottuðum byggingum eða raf­magns­bílum. Flækju­stigið gæti haft nei­kvæð á­hrif á fjár­mögnunar­kjör ís­lenskra fyrir­tækja á evrópskum mörkuðum.

Alveg frá því að Græni evrópski sátt­málinn var sam­þykktur árið 20202 hefur sjálf­bærnis­lög­gjöf í kringum fjár­magn aukist til muna. Meðal stærstu breytinga var inn­leiðing á EU Taxono­my sem í dag­legu tali kallast Flokkunar­reglu­gerðin og Sjálfs­bærnis­upp­lýsinga­gjöf á sviði fjár­mála­þjónustu, SFDR, en báðar reglu­gerðirnar voru inn­leiddar hér á landi í fyrra.

Fyrri reglu­gerðin er flokkunar­kerfi fyrir sjálf­bæran rekstur fyrir­tækja en þar eru sett við­mið sem skil­greina að hvaða marki at­vinnu­starf­semi telst um­hverfis­lega sjálf­bær og hversu sjálf­bær rekstur er heilt yfir. Reglu­gerðin gildir um fyrir­tæki með heildar­eignir yfir 3 milljarða og veltu yfir 6 milljarða og nær til stofnana­fjár­festa, verð­bréfa­sjóða, banka, trygginga­fé­laga og líf­eyris­sjóða og svo fram­vegis.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði