Á flesta mælikvarða er Ísland afar umhverfisvænt land en eftir innleiðingu flokkunarreglugerðar ESB hafa lánastofnanir þurft að bókfæra hlutfall grænna eigna, t.d. íbúða- og bílalána, í 0%.
Skiptir hér engu hvort lánað sé fyrir umhverfisvottuðum byggingum eða rafmagnsbílum. Flækjustigið gæti haft neikvæð áhrif á fjármögnunarkjör íslenskra fyrirtækja á evrópskum mörkuðum.
Alveg frá því að Græni evrópski sáttmálinn var samþykktur árið 20202 hefur sjálfbærnislöggjöf í kringum fjármagn aukist til muna. Meðal stærstu breytinga var innleiðing á EU Taxonomy sem í daglegu tali kallast Flokkunarreglugerðin og Sjálfsbærnisupplýsingagjöf á sviði fjármálaþjónustu, SFDR, en báðar reglugerðirnar voru innleiddar hér á landi í fyrra.
Fyrri reglugerðin er flokkunarkerfi fyrir sjálfbæran rekstur fyrirtækja en þar eru sett viðmið sem skilgreina að hvaða marki atvinnustarfsemi telst umhverfislega sjálfbær og hversu sjálfbær rekstur er heilt yfir. Reglugerðin gildir um fyrirtæki með heildareignir yfir 3 milljarða og veltu yfir 6 milljarða og nær til stofnanafjárfesta, verðbréfasjóða, banka, tryggingafélaga og lífeyrissjóða og svo framvegis.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði