Á flesta mæli­kvarða er Ís­land afar um­hverfis­vænt land en eftir inn­leiðingu flokkunar­reglu­gerðar ESB hafa lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna, t.d. í­búða- og bíla­lána, í 0%. Skiptir hér engu hvort lánað sé fyrir um­hverfis­vottuðum byggingum eða raf­magns­bílum. Flækju­stigið gæti haft nei­kvæð á­hrif á fjár­mögnunar­kjör ís­lenskra fyrir­tækja á evrópskum mörkuðum.

Alveg frá því að Græni evrópski sátt­málinn var sam­þykktur árið 2020 hefur sjálf­bærnis­lög­gjöf í kringum fjár­magn aukist til muna. Meðal stærstu breytinga var inn­leiðing á EU Taxono­my, sem í dag­legu tali kallast Flokkunar­reglu­gerðin, og Sjálf­bærnis­upp­lýsinga­gjöf á sviði fjár­mála­þjónustu, SFDR, en báðar reglu­gerðirnar voru inn­leiddar hér á landi í fyrra.

Á flesta mæli­kvarða er Ís­land afar um­hverfis­vænt land en eftir inn­leiðingu flokkunar­reglu­gerðar ESB hafa lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna, t.d. í­búða- og bíla­lána, í 0%. Skiptir hér engu hvort lánað sé fyrir um­hverfis­vottuðum byggingum eða raf­magns­bílum. Flækju­stigið gæti haft nei­kvæð á­hrif á fjár­mögnunar­kjör ís­lenskra fyrir­tækja á evrópskum mörkuðum.

Alveg frá því að Græni evrópski sátt­málinn var sam­þykktur árið 2020 hefur sjálf­bærnis­lög­gjöf í kringum fjár­magn aukist til muna. Meðal stærstu breytinga var inn­leiðing á EU Taxono­my, sem í dag­legu tali kallast Flokkunar­reglu­gerðin, og Sjálf­bærnis­upp­lýsinga­gjöf á sviði fjár­mála­þjónustu, SFDR, en báðar reglu­gerðirnar voru inn­leiddar hér á landi í fyrra.

Fyrri reglu­gerðin er flokkunar­kerfi fyrir sjálf­bæran rekstur fyrir­tækja en þar eru sett við­mið sem skil­greina að hvaða marki at­vinnu­starf­semi telst um­hverfis­lega sjálf­bær og hversu sjálf­bær rekstur er heilt yfir. Reglu­gerðin gildir um fyrir­tæki með heildar­eignir yfir 3 milljarða og veltu yfir 6 milljarða og nær til stofnana­fjár­festa, verð­bréfa­sjóða, banka, trygginga­fé­laga og líf­eyris­sjóða og svo fram­vegis.

Mark­mið Græna sátt­málans er að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda um 55% fyrir árið 2030 og ná fram kol­efnis­hlut­leysi fyrir árið 2050. Af þeim sökum hefur ESB sett á fót að­gerðar­á­ætlun í átta flokkum en henni fylgja reglu­gerðir á sviði sjálf­bærni og loft­lags­mála sem Ís­land er nú að inn­leiða.

Rétt er að taka fram að ef miðað er við heildar­losun kol­tvíoxíðs í heiminum sam­kvæmt Global Carbon Project og lands­skýrslu Ís­lands um losun gróður­húsa­loft tegunda sem Um­hverfis­stofnun vann, ber Ís­land á­byrgð á 0,006% af losun heimsins.

Lyki­lárangurs­mæli­kvarði fjár­mála­fyrir­tækja sam­kvæmt reglu­gerðinni er hlut­fall grænna eigna (e. green asset ratio, GAR). Mæli­kvarðinn sýnir hlut­fall af eignum fjár­mála­fyrir­tækis sem fjár­magnar at­vinnu­starf­semi sem fellur að flokkunar­kerfinu, þ.e. eignir sem teljast um­hverfis­lega sjálf­bærar, sem hlut­fall af heildar­um­fangi eigna sam­kvæmt fyrstu
fram­seldu reglu­gerð ESB sem kallast fram­selda lofts­lags­reglu­gerðin.

Sam­kvæmt árs­reikningi sam­stæðu Arion banka sem dæmi mynda lán með veði í í­búðar­hús­næði, lán vegna endur­nýjunar á hús­næði og bíla­lán um 41,7% af heildar­um­fangi eigna sam­kvæmt skil­greiningu reglu­gerðarinnar.

Nær allar þessar eignir lána­stofnana hér­lendis eru með GAR-hlut­fallið 0% þar sem Ís­land þarf að inn­leiða enn meira reglu­verk frá ESB til að meta hvort eignir upp­fylli skil­yrði um að teljast um­hverfis­lega sjálf­bærar.

Svo að hægt sé að meta hvort lán fyrir öku­tæki teljist græn þarf upp­lýsingar um CO2 losun öku­tækis, endur­notkunar-, endur­vinnslu- og endur­heimtar­hlut­föll öku­tækis, ytri snúnings­há­vaða og velti­við­náms­stuðul dekkja.

Þar sem Arion banki, eða neinar aðrar lána­stofnanir hér­lendis hafa ekki gögn um dekk á öku­tækjum lán­tak­enda sinna kemur það í veg fyrir að hægt sé að á­kvarða hvort bíla­lán teljist um­hverfis­lega sjálf­bært. Hlut­fallið af grænum bíla­lánum hjá bankanum líkt og öðrum ís­lenskum lána­stofnunum er því núll.

Á­skrif­endur geta lesið ítar­lega um­fjöllun Við­skipta­blaðsins sem inni­heldur m.a. við­töl við Hreiðar Bjarna­son, fjár­mála­stjóra Lands­bankans, Hlé­dísi Sigurðar­dóttur, for­stöðu­mann sjálf­bærni hjá Arion banka, og Margréti Helga Guð­munds­dóttir, verk­efna­stjóra í sjálf­bærni- og loft­lags­málum hjá Deloitte.