Í kjölfar endurskoðunar á OMXI10 úrvalsvísitölu Kauphallarinnar koma Alvotech og Síldarvinnslan inn í vísitöluna í stað Símans og Sjóvá. Breytingin tekur gildi mánudaginn 3. júlí, að því er kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq á Íslandi.
Eftirfarandi tíu félög munu vera í OMXI10 vísitölunni eftir breytingarnar 3. júlí:
- Alvotech
- Arion banki
- Eimskip
- Festi
- Icelandair
- Íslandsbanki
- Kvika banki
- Marel
- Reitir
- Síldarvinnslan
OMX Iceland 10 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði Nasdaq Iceland. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert.