Kínverjar fá tækifæri til að kaupa vörur frá Apple á lækkuðu verði á útsölu sem hefst á fimmtudag. Afar sjaldgæft er að tæknirisinn veiti afslátt af vörum sínum en þar sem áhyggjur eru uppi um að eftirspurn kínverskra neytenda eftir vörunum sé að minnka var gripið til örþrifaráða.

Frá fimmtudegi til sunnudags verður til að mynda 70 dala afsláttur veittur af nokkrum af nýjustu týpum iPhone og 112 dala afsláttur af nokkrum MacBook týpum.

Að því er segir í frétt New York Times hefur Apple átt erfitt uppdráttar á Kínamarkaði, þar sem yfirvöld hafa meðal annars hvatt neytendur til að styðja innlenda framleiðslu og velja kínverska merkið Huawei í stað Apple.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði