Apple hefur verið skipað af Evrópudómstólnum til að endurgreiða 13 milljarða evra til írsku ríkisstjórnarinnar. Ákvörðunin kemur degi eftir að tæknirisinn gaf út nýja iPhone 16-símann sinn.
Framkvæmdastjórn ESB hefur sakað Írland um að veita Apple ólöglegar skattaívilnanir en írsk stjórnvöld hafa stöðugt haldið því fram að fyrirtækið þyrfti ekki að endurgreiða skattinn.
„Dómstóllinn kveður upp endanlegan dóm í málinu og staðfestir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 2016: Írland veitti Apple ólöglega aðstoð sem Írland þarf nú að endurheimta,“ segir í tilkynningu frá dómstólnum.
Ákvörðunin nær yfir tímabilið 1991 til 2014 og tengdist því hvernig hagnaður og skattmál tveggja dótturfélaga Apple, sem voru með aðsetur á Írlandi, voru meðhöndluð. Skattafyrirkomulagið var talið ólöglegt þar sem önnur fyrirtæki fengu ekki sömu ívilnun.
Hæstiréttur Evrópu hefur einnig úrskurðað að Google muni þurfa að greiða 2,4 milljarða evra sekt fyrir að misnota markaðsyfirráð sín. Tæknirisinn hafði upprunalega áfrýjað sektinni sem var fyrst sett á fyrirtækið árið 2017.