Ís­lenska hjóla­fyrir­tækið Lauf Cyc­les skilaði 163 milljóna króna tapi í fyrra en fé­lagið hefur nú tapað 353 milljónum á síðustu tveimur árum.

Í árs­reikningi kemur fram að vöru­sala sam­stæðunnar nam 1.339 milljónum króna á árinu 2023 sem er lækkun um 4 milljónir á milli ára eða um 0,3%.

Fé­lagið jók hluta­fé sitt um 552 þúsund krónur að nafn­virði eða 110 milljónir að sölu­verði. i. Annars vegar var um að ræða um­breytingu á skulda­bréfum með breyti­rétti og hins vegar út­gáfu nýrra hluta í tengslum við vel heppnað hluta­fjár­út­boð í lok árs 2022.

Ís­lenska hjóla­fyrir­tækið Lauf Cyc­les skilaði 163 milljóna króna tapi í fyrra en fé­lagið hefur nú tapað 353 milljónum á síðustu tveimur árum.

Í árs­reikningi kemur fram að vöru­sala sam­stæðunnar nam 1.339 milljónum króna á árinu 2023 sem er lækkun um 4 milljónir á milli ára eða um 0,3%.

Fé­lagið jók hluta­fé sitt um 552 þúsund krónur að nafn­virði eða 110 milljónir að sölu­verði. i. Annars vegar var um að ræða um­breytingu á skulda­bréfum með breyti­rétti og hins vegar út­gáfu nýrra hluta í tengslum við vel heppnað hluta­fjár­út­boð í lok árs 2022.

Bene­dikt Skúla­son er fram­kvæmda­stjóri Lauf en hann á rúm­lega 16% hlut í fé­laginu.

Eigið fé fé­lagsins í árs­lok nam 323 milljónum króna að með­töldu hluta­fé fé­lagsins að fjár­hæð 12,6 milljónir.

Til þess að auka rekstrar­hag­ræði á­kvað Lauf að flytja allan vöru­lager og sam­setningu frá Taí­van yfir til Banda­ríkjanna árið 2022. Stofnað var nýtt fé­lag í Banda­ríkjunum, Lauf North America LLC sem er í 100% eigu Lauf Cyc­les hf.

Í skýrslu stjórnar segir að dóttur­fé­lagið hafi flutt í varan­legt verk­smiðju­hús­næði í Virginíu­fylki þar sem nú fer fram öll sam­setning og dreifing fé­lagsins á heims­vísu, á­samt því að hýsa allan vöru­lager fé­lagsins.

„Meiri­hluti veltu sam­stæðunnar á­samt rekstrar­gjöldum fer nú í gegnum dóttur­fé­lagið. Stjórn­endur telja að aukið rekstrar­hag­ræði á sam­stæðu­grund­velli muni skila sér að hluta á árinu 2024 og að fullu á árinu 2025. Rekstrar­bati var hjá fé­laginu á milli ára þrátt fyrir upp­setningu á verk­smiðju í Banda­ríkjunum og krefjandi markaðs­að­stæður, en árið 2023 þykir eitt það versta í hjóla­geiranum til lengri tíma,“ segir í skýrslunni.

Stjórnin segir jafn­framt að þó svo að tekjur hafi staðið í stað á milli ára, þá jókst hjóla­sala sam­stæðunnar um 22% á milli ára, en vegna breyttra téðra markaðs­að­stæðna var farið í verð­lækkun á hjóla­fram­boði sam­stæðunnar.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024 hafa tekjur og hjóla­sala sam­stæðunnar aukist saman­borið við sama tíma­bil árið 2023.