Í greiningu KPMG er dregin fram sviðsmynd á mögulegri fjárfestingarþörf Strætó á næstu fimm árum vegna orkuskiptanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að fjárfesta þurfi í 48 rafmagnsvögnum í jafnri dreifingu, 83 milljónir króna hver vagn.
Stjórnendur gera eins og fyrr segir ráð fyrir því að fjárfesting í hleðsluinnviðum vegna orkuskipta muni kosta á bilinu 2-3 milljarða króna. Vitað sé að innviðakerfið þurfi að vaxa í samræmi við aukinn fjölda rafmagnsvagna í umferð. Í fyrrnefndri nálgun er reiknað með að innviðir muni kosta 2,5 milljarða króna og muni vaxa í hlutfalli við stækkun flotans. Heildarfjárfestingarþörf vegna þessarar fyrri sviðsmyndar, þar sem gert er ráð fyrir að Strætó fjárfesti í eigin vögnum og innviðum, á árunum 2025-2029, er um 6,5 milljarðar króna. Fjárfestingar hafa eins og fyrr segir ekki verið fjármagnaðar „en miðað við núverandi forsendur gætu fjárhæðir verið á bilinu 6,0-7,0 ma.kr. á föstu verðlagi,“ segir í greiningu KPMG.
Áætluð árleg meðal fjárþörf vegna fjárfestinga 2025 til 2028 væri um 950 milljónir króna með tilliti til væntra jákvæðra áhrifa tekjuaukningar og hagræðingar í rekstri bifreiða á handbært fé. „Óvissuþættir í rekstrar- og sjóðstreymisáætlunum eru fjárfestingar- og rekstrarkostnaður hleðsluinnviða, fjárfestingarþörf í fjölda vagna og möguleg lækkun á rekstrarkostnaði nýrra.“
Í greiningu KPMG er dregin fram sviðsmynd á mögulegri fjárfestingarþörf Strætó á næstu fimm árum vegna orkuskiptanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að fjárfesta þurfi í 48 rafmagnsvögnum í jafnri dreifingu, 83 milljónir króna hver vagn.
Stjórnendur gera eins og fyrr segir ráð fyrir því að fjárfesting í hleðsluinnviðum vegna orkuskipta muni kosta á bilinu 2-3 milljarða króna. Vitað sé að innviðakerfið þurfi að vaxa í samræmi við aukinn fjölda rafmagnsvagna í umferð. Í fyrrnefndri nálgun er reiknað með að innviðir muni kosta 2,5 milljarða króna og muni vaxa í hlutfalli við stækkun flotans. Heildarfjárfestingarþörf vegna þessarar fyrri sviðsmyndar, þar sem gert er ráð fyrir að Strætó fjárfesti í eigin vögnum og innviðum, á árunum 2025-2029, er um 6,5 milljarðar króna. Fjárfestingar hafa eins og fyrr segir ekki verið fjármagnaðar „en miðað við núverandi forsendur gætu fjárhæðir verið á bilinu 6,0-7,0 ma.kr. á föstu verðlagi,“ segir í greiningu KPMG.
Áætluð árleg meðal fjárþörf vegna fjárfestinga 2025 til 2028 væri um 950 milljónir króna með tilliti til væntra jákvæðra áhrifa tekjuaukningar og hagræðingar í rekstri bifreiða á handbært fé. „Óvissuþættir í rekstrar- og sjóðstreymisáætlunum eru fjárfestingar- og rekstrarkostnaður hleðsluinnviða, fjárfestingarþörf í fjölda vagna og möguleg lækkun á rekstrarkostnaði nýrra.“
Bent er á að í eigendastefnu Strætó frá árinu 2013 sé kveðið á um að stefnt skuli að því að hlutfall fargjaldatekna af almennum rekstrarkostnaði Strætó verði 40%. Í árslok 2023 nam það 21,8% en sviðsmynd þar sem Strætó fjárfestir í eigin vögnum og innviðum gæti aukið hlutfallið í 27,8% á árinu 2029.
Fjórum milljörðum lægri fjárfestingarþörf með útvistun
Í seinni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að það taki nokkur ár að færa allan akstur til verktaka og öllum akstri hafi verið úthýst árið 2027. „Gert er ráð fyrir að kostnaður við útvistun á hvern kílómetra verði sú sama og nú er fyrir díselvagna hjá verktökum en vænta mætti þess að viðbótar hagræðing gæti orðið 10% þegar verktakar innleiða rafmagnsvagna en ekki er reiknað með þeim áhrifum í þessari sviðsmynd.“
Heildarfjárfestingarþörf seinni sviðsmyndarinnar á árunum 2025-2029 er 2,5 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir því að rekstrarhagræðing af heildarúthýsingu á akstri vagna gæti aukið veltufé frá rekstri um 480 milljónir króna árlega en það miðast við þær forsendur að kostnaður á hvern ekinn kílómetra er um 109 krónum lægri í aðkeyptum akstri samanborið við eigin rekstri.
Þess ber þó að geta að vegna aldurs núverandi díselvagnaflota yrðu flestir vagnar 12-14 ára þegar öll útvistun yrði á árinu 2027 og því hætta á auknum rekstrarkostnaði vegna vagna þangað til af útskiptum yrði. Ekki er tekið tillit til þess í sviðsmyndinni.
„Ef allur rekstur er úthýstur til þriðja aðila þá gæti reksturinn fjármagnað fjárfestingu í hleðsluinnviðum að fjárhæð 2,5 ma.kr þar sem ekki yrðu árlegar fjárfestingar í rafmagnsvögnum til eigin reksturs. Miðað við núverandi forsendur gætu fjárhæðir verið á bilinu 2,0-3,0 ma.kr. á föstu verðlagi. Óvissuþættir í rekstrar- og sjóðstreymisáætlunum eru fjárfestingar- og rekstrarkostnaður hleðsluinnviða, fjárfestingarþörf í fjölda vagna og möguleg lækkun á rekstrarkostnaði nýrra,“ segir í greiningunni.
Líkt og fyrr segir er í eigendastefnu Strætó kveðið á um að stefnt skuli að því að hlutfall fargjaldatekna af almennum rekstrarkostnaði Strætó verði 40%. Í árslok 2023 nam það sem fyrr segir 21,8% en sviðsmynd þar sem Strætó úthýsir akstri að fullu gæti aukið hlutfallið í 28,4% á árinu 2029.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.