Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði um 0,41% á milli mánaða í júní. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 5,77%, á sama tíma og verbólga mældist 4,2 prósent.
„Raunverðshækkun vísitölu leiguverðs á ársgrundvelli er á niðurleið og nam 1,5 prósent í júní en til samanburðar hefur 12 mánaða raunhækkun leiguverðs verið á bilinu 2 til 8 prósent undanfarin tvö ár,“ segir í frétt vef HMS.
Vísitala leiguverðs byggir á vegnu meðaltali leiguverðs á fermetra hjá hefðbundnum íbúðum í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga. Niðurstöður eru vegnar saman með veltu íbúða með sama herbergjafjölda á síðustu 12 mánuðum. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar, svo júnígildi hennar tekur mið af leigusamningum í maí og júní.
HMS greindi frá því í gær að vísitala íbúðaverðs hafi hækkað um 0,45% á milli maí og júní. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 4,7% síðastliðna tólf mánuði en árshækkun vísitölunnar hefur ekki verið minni síðan í ársbyrjun 2024.