Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað nokkuð óvænt á fundi sínum fyrir tveimur vikum að halda stýrivöxtum óbrettum í 9,25% eftir að hafa hækkað vexti í fjórtán skipti í röð þar áður. Í fundargerð nefndarinnar, sem birt var fyrir skemmstu, kemur fram að tveir nefndarmenn hefðu fremur kosið að hækka vexti um 0,25 prósentur en að halda þeim óbreyttum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað nokkuð óvænt á fundi sínum fyrir tveimur vikum að halda stýrivöxtum óbrettum í 9,25% eftir að hafa hækkað vexti í fjórtán skipti í röð þar áður. Í fundargerð nefndarinnar, sem birt var fyrir skemmstu, kemur fram að tveir nefndarmenn hefðu fremur kosið að hækka vexti um 0,25 prósentur en að halda þeim óbreyttum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði til að halda meginvöxtum bankans óbreyttum. Í yfirlýsingu nefndarinnar sagðist hún vilja staldra við vegna óvissu um efnahagsframvindu og hvort taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt.

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddu atkvæði með tillögunni.

„Herdís Steingrímsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og vildi hækka vexti um 0,25 prósentur. Taldi hún að vísbendingar um að tekið væri að hægja á umsvifum væru ekki nægjanlega sannfærandi. Lagði hún áherslu á að spenna á vinnumarkaði væri enn töluverð og að þótt taumhald peningastefnunnar hefði aukist og raunvextir væru nýlega orðnir jákvæðir hefði hún áhyggjur af því að taumhaldið væri ekki nægjanlegt til að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í fundargerðinni.

Ásgerður Ósk Pétursdóttir studdi tillögu Ásgeirs en hefði fremur kosið að hækka vexti um 0,25 prósentur. Hún tók undir sjónarmið Herdísar en taldi að hægt væri að staldra við þar sem stutt væri í næsta fund og þá lægi ný þjóðhagsspá fyrir.