Aton.JL skilaði 35,2 milljóna hagnaði á sínu fyrsta heila rekstrarári frá sameiningu ráðgjafafyrirtækisins Aton og auglýsingastofunnar Jónsson & Le‘macks um mitt ár 2019. Velta félagsins nam 716 milljónum, en velta sameinuðu félaganna tveggja nam samtals 695 milljónum árið 2019. Laun og launatengd gjöld námu 449 milljónum og starfsmenn voru 29 talsins.
Eignir félagsins námu 239 milljónum, eigið fé var 25 milljónir, skuldir 214 milljónir og eiginfjárhlutfallið því 10,4% í árslok 2020.
Aton.JL keypti 100% eignarhlut í Ratsjá ehf. í árslok 2020 en tilgangur síðarnefnda félagsins er Tilgangur félagsins er gerð birtingaáætlana, birtingarráðgjöf og birtingatengd þjónusta, ráðgjöf og annar skyldur rekstur. Í sjóðstreymisyfirliti kemur fram að fjárfestingar í eignarhlutum í dótturfélögum hafi numið 70 milljónum króna.
Hagnaður Ratsjár nam 6,3 milljónum og velta 48 milljónum á síðasta ári árið 2020. Heildareignir Ratsjár námu 140 milljónum og eigið fé 55 milljónum.