Auðmenn af erlendu bergi brotnir hafa margir hverjir í hyggju að yfirgefa Bretland, að því er kemur fram í umfjöllun Financial Times sem tók fjölda auðmanna og ráðgjafa þeirra tali.

Auðmenn af erlendu bergi brotnir hafa margir hverjir í hyggju að yfirgefa Bretland, að því er kemur fram í umfjöllun Financial Times sem tók fjölda auðmanna og ráðgjafa þeirra tali.

Helsta ástæða þess að auðmennirnir sjá sæng sína upp reidda er skattalagabreyting sem bæði Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn styðja. Breytingin felur í sér afnám ákvæða sem tryggðu að auðmenn greiddu ekki skatta af tekjum sem aflað var á erlendri grundu í Bretlandi.

Að sögn auðmannanna og ráðgjafa þeirra hefur þetta í för með sér að Bretland verði minna aðlaðandi búsetukostur í augum þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Þá nefndu þeir einnig Brexit og óstöðugleika í ríkisfjármálum og stjórnmálum sem fráhrindandi þætti fyrir búsetu í Bretlandi.

„Brexit náði í gegn og Íhaldsflokkurinn lofaði því að Bretland myndi líkjast Singapúr. Þess í stað breyttu þau landinu í næsta Hvíta-Rússland,“ hefur miðillinn eftir ónefndum milljarðamæringi sem hefur búið í London í fimmtán ár en hyggst nú færa lögheimili sitt til Abú Dabí.