Auður Elon Musk, forstjóra Tesla, jókst um 26,5 milljarða Bandaríkjadali, sem samsvarar um 3.652 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins, eftir kosningasigur Trumps.
Samkvæmt Bloomberg jókst auður ríkustu manna Bandaríkjanna um samtals 63,5 milljarða dali í gær.
Langstærstur hluti aukningarinnar kom í formi hlutabréfaverðshækkana en önnur verðbréf hækkuðu einnig samhliða styrkingu bandaríkjadals.
S&P 500 úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5% í gær en vísitalan hefur aldrei hækkað jafn mikið eftir kjördag.
Musk, sem var dyggur stuðningsmaður Trump í kosningabaráttunni, hefur fengið vilyrði hjá tilvonandi forseta Bandaríkjanna um að fá opinbera stöðu í næstu ríkisstjórn Trump.
Hlutabréfaverð Tesla hækkaði um 15% í kauphöllinni í New York en gengi bílaframleiðandans hefur nú hækkað um 32% á árinu.
Aðrir efnaðir Bandaríkjamenn sem stórgræddu á kosningasigri Trump voru meðal annars Brian Armstrong, forstjóri rafmyntakauphallarinnar Coin Base.
Auður hans jókst um 30% á einum degi og nam 11 milljörðum dala í gær samkvæmt Bloomberg.
The net worths of the world’s 10 richest people have already surged $64 billion since Trump’s election, according to Bloomberg.
— Marty Swant (@martyswant) November 7, 2024
Musk alone saw his fortune jump $26.5B.
It’s also worth noting how many of these have ties to tech companies. pic.twitter.com/jc3nba4LQZ