Halló hefur í 20 ár boðið fyrirtækjum og stofnunum upp á vandaða lausn þegar kemur að símsvörun og öðrum samskipt um við viðskiptavini. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur nýtt sér lausnir Halló.

Halló hefur í 20 ár boðið fyrirtækjum og stofnunum upp á vandaða lausn þegar kemur að símsvörun og öðrum samskipt um við viðskiptavini. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur nýtt sér lausnir Halló.

„Útvistun þjónustu felur í sér kostnaðarhagræðingu og við hjá Halló veitum góða og faglega þjónustu sem áður var gjarnan sinnt af móttökum,“ segir Tinna R. Freysdóttir, framkvæmdastjóri Halló ehf.

„Hugtakið skrifstofa hefur öðlast breytta skilgreiningu þar sem starfsfólki býðst oft að vinna fjarvinnu, að heiman eða utan skilgreindrar skrifstofu. Halló auðveldar fyrirtækjum að taka slíka ákvörðun með útvistun símsvörunar og þjónustu við viðskiptavini, sem oftar en ekki eru mannfrek verkefni.“

Halló býr yfir reynslumiklum þjónustufulltrúum sem eru ekki á skrifstofunni, og segir Tinna að viðskiptavinir séu gjarnan að spara mikið í launakostnaði við útvistunina og á sama tíma veita frábæra þjónustu. Þjónustufulltrúar Halló eru til taks alla virka daga frá klukkan 8-19, laugardaga frá 10-18 og sunnudaga frá 12-18. Hún segir að útvistun bjóði viðskiptavinum Halló upp á aðgang að tæknilausnum og starfsfólki, sem einnig er oft erfitt og kostnaðarsamt að koma upp innanhúss.

Halló sinnir m.a. símsvörun, vöktun og svörun á netspjalli og/eða tölvu póstum og vinnslu í pantana- og/eða bókunarkerfum.

„Í dag er krafa frá viðskiptavinum að fyrirtæki séu til þjónustu reiðubúin, á þeim miðlum sem viðskiptavinir nota,“ segir Tinna.

Hún bendir á að samkvæmt könnun Halló og Maskínu frá árinu 2023 séu ennþá ríflega 50% Íslendinga sem vilji notast við síma til að vera í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir. Hins vegar sé í aldurshópnum 18-39 ára sívaxandi krafa um að fyrirtæki bjóði einnig upp á þjónustu við viðskiptavini í gegnum netspjall og samfélagsmiðla.

Tinna segir að með tæknilausnum Halló sé hægt að sinna þjónustu við viðskiptavini með samræmdum hætti í gegnum þá miðla sem viðskiptavinurinn óskar.

„Í lok mánaðar fá stjórnendur sendar skýrslur um liðinn mánuð, fjölda erinda svarað og þjónustuhlutfallið, sem hægt er að nota til að fylgjast með gæðunum,“ segir Tinna.

Hagræðing og aukin þjónustuupplifun

„Mörg fyrirtæki sem við byrjum að vinna með koma til okkar í upphafi með það í huga að hagræða í kostnaði en upplifa á endanum að með því að kaupa þjónustu af Halló er þjónustuupplifun viðskiptavina oft meiri í kjölfarið,“ segir Tinna. „Þannig hjálpar Halló fyrirtækjum að koma til móts við nútímalegar kröfur starfsfólks og viðskiptavina.“

Tinna segir að fyrirtæki spari mikið í starfsmannakostnaði með þjónustu Halló, útvistun sé einnig frábær leið til að tryggja frábæra þjónustu og minnka álagið á vinnustaðnum þar sem Halló eru til taks og sérhæfir sig í því að veita afbragðs þjónustu.

„Við vinnum einnig eftir þeim verk ferlum sem viðskiptavinir vilja. Sumir vilja t.d. ekki að við áframsendum símtöl heldur að við sendum skilaboð með erindinu, m.a. sem tölvupóst. Aðrir vilja alltaf símtal og taka þau símtöl sem eru þess eðlis að hver og einn starfsmaður í fyrirtækinu getur verið með sína eigin reglu, t.d. má gefa upp netfang, má ekki gefa upp síma númer, vill alltaf póst, engin símtöl,“ segir hún, og bætir við að með þessum hætti geti viðskiptavinirnir ákveðið þjónustuna að miklu leyti sjálfir og forgangsraðað álaginu eftir því sem hentar hverjum og einum.

„Yfir 300 viðskiptavinir hafa nýtt sér lausnir Halló sér til hagræðingar og til þess að auka þjónustuna við sína viðskipta vini,” segir Tinna að lokum.