Amazon hefur fram til þessa verið en fárra streymisveitna sem ekki er með auglýsingar í sínu efni.

Breyting verður á þessu á fyrri hluta næsta árs. Áskrift að Amazon er tvískipt. Annars vegar Amazon Prime og hins vegar Prime Video. Áskrifendur Amazon Prime greiða 14,99 dollara á mánuði en innifalið í því eru fríar heimsendingar af vefversluninni og áskrift að Prime Video. Þeir sem einungis eru áskrifendur að Prime Video greiða 8,99 dollara á mánuði.

Þegar Amazon byrjar með auglýsingar munu áskrifendur geta greitt 2,99 dollara aukalega til þess að losna við þær svipað og þekkist hjá t.d. Netflix og Disney.