Bankinn JPMorgan Chase tilkynnti í dag að hann myndi innleiða nýtt kerfi sem nefnist Chase Media Solutions. Lausnin mun leyfa markaðsfyrirtækjum að freista viðskiptavinum Chase með markvissum tilboðum og afsláttum sem tengjast eyðslusögu þeirra.

Chase gengur þar með til liðs við fyrirtæki á borð við Best Buy og Uber sem hafa byrjað að selja auglýsingapláss á smáforritum sínum og vefsíðum sem taka mið af notendagögnum viðskiptavina.

Hingað til hefur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum tilboð í gegnum forrit sem kallast Chase Offers en það mun halda áfram að bjóða viðeigandi tilboð til einstaklinga.

Fréttamiðillinn WSJ segir að auglýsendur hafi í mörg ár leitað leiða til að draga úr sóun með því að kaupa auglýsingar sem sjást aðeins af neytendum sem eru líklegastir til að gerast viðskiptavinir.

Auglýsendur Chase munu auglýsa á netinu og í smáforriti til viðeigandi viðskiptavina. Til að mynda verða tilboð frá gæludýrafyrirtækjum einungis sjáanleg fyrir þá viðskiptavini sem Chase staðfestir að séu í raun og veru gæludýraeigendur.