Tekjur Costco námu 58,5 milljörðum dollara á síðasta ársfjórðungi eða sem nemur 8.150 milljörðum króna. Þetta er 9% aukning frá sama tíma í fyrra.
Tekjur Costco hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra námu þær 238 milljörðum dollara en til samanburðar voru þær 163 milljarðar árið 2020.
Wall Street Journal greinir frá því að ákveðnar breytingar verði í rekstrinum eftir að Gary Millerchip tók við sem fjármálastjóri á þessu ári. Sem dæmi verði nú lögð meiri áhersla á netverslun en Costco hefur stigið mjög varlega til jarðar í þeim efnum síðustu ár.
Millerchip var áður hjá smásölurisanum Kroger sem síðustu ár hefur aukið mjög tekjur sínar með netverslun. Eitt mun þó ekki breytast hjá Costco og það er að pylsa og gos verður áfram á 1,5 dollara í Bandaríkjunum.