Félagið Spjátrungur, sem rekur Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar, hagnaðist um 33 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 37 milljónum.

Tekjur félagsins jukust um helming og námu 476 milljónum árið 2022. Gjöld jukust einnig og námu 432 milljónum í fyrra, samanborið við 268 milljónir árið áður.

Eigið fé í lok árs 2022 var 62 milljónir og eignir 224 milljónir. Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson eru eigendur félagsins.

Lykiltölur / Spjátrungur

2022 2021
Tekjur 476 316
Gjöld 432 268
Eigið fé 62 29
Afkoma 33 37
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag.