Eftir að veðmál voru lögleidd í Brasilíu árið 2018, hefur landið orðið sjöundi stærsti veðmálamarkaður heims, samkvæmt gögnum frá H2 Gambling Capital.

Roberto Campos Neto, seðlabankastjóri Brasilíu, segir merki um að lágtekjufólk sé líklegra til að stunda veðmál, sem muni auka vanskil.

Ný skýrsla frá seðlabankanum sýnir að fimm milljónir bótaþega eyddu þremur milljónum brasilískra ríala, sem nemur 72 milljónum króna, í veðmál í ágústmánuði, sem nemur um einn fimmta af útborguðum bótum. Samtök veðmálafyrirtækja í Brasilíu hafa þó gagnrýnt nákvæmni þessara talna.

Samkvæmt skýrslu frá Santander banka, gætu vaxandi vinsældir veðmála dregið úr hagvexti Brasilíu um allt að 0,3% á þessu ári.