Lind fasteignasala hagnaðist um 12 milljónir króna í fyrra, samanborið við 29 milljónir árið 2023.

Velta félagsins jókst um 45,3% milli ára og nam tæplega 1,2 milljörðum. Kostnaðarverð seldra vara jókst þó um 66% og nam 976 milljónum. Fjöldi ársverka voru 8 en voru 6 árið áður. Stjórn leggur til að ekki verði greiddur arður vegna ársins 2024.

Lykiltölur / Lind fasteignasala ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 1.163 800
Eigið fé 172 130
Eignir 218 164
Afkoma 12 29
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 13. ágúst 2025.