Heilbrigðisvöruframleiðandinn Johnson & Johnson hagnaðist um nærri 4,5 milljarða dala á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur 650 milljörðum króna.
Til samanburðar hagnaðist félagið um 3,7 milljarða dala á sama tímabili í fyrra.
Johnson & Johnson uppfærði einnig söluspá sína fyrir árið 2022 og reiknar nú með að sala nemi 93 til 93,5 milljörðum dala en í júlí reiknað félagið með að sala ársins yrði um einum milljarði hærri.
Félaginu þykir hafa takst vel til á verðbólgutímum og var afkoman umfram væntingar greiningaraðila. Félagið ætlar engu síðar sagt vera að íhuga að fækka starfsfólki til að takast á við kostnaðarverðshækkanir og sterkt gengi Bandaríkjadals.