Aventuraholidays ehf, sem rekur ferðaskrifstofuna Aventura á Íslandi, skilaði 54,7 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við hagnað upp á 10,6 milljónir árið áður.

Velta nærri tvöfaldaðist milli ára og nam 2.133 milljónum króna árið 2023, samanborið við 1.083 milljónir árið áður.

Aventuraholidays ehf, sem rekur ferðaskrifstofuna Aventura á Íslandi, skilaði 54,7 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við hagnað upp á 10,6 milljónir árið áður.

Velta nærri tvöfaldaðist milli ára og nam 2.133 milljónum króna árið 2023, samanborið við 1.083 milljónir árið áður.

„Enn á sér stað mikil fjárfesting í uppbyggingu félagsins, en á árinu 2023 náðist góður árangur í sölu og markaðstarfi, bæði á íslenska markaðnum, sem og sölu á erlendum mörkuðum og félagið komið með mjög trausta samstarfsaðila á lykilmörkuðum,“ segir í tilkynningu Aventuraholidays.

„Mikil aukning var í ferðum Íslendinga á vegum Aventura til útlanda, og fjöldi fyrirtækja notaði sér þjónustu Aventura við skipulagningu ráðstefna og árshátiða um víða veröld.“

Félagið segir að salan hafi aukist áfram í ár og útlit er fyrir að um 70% aukningu milli ára. Ljóst sé að samdráttur verði í ferðum Íslendinga í haust, en hins vegar sé mikil aukning á fyrirspurnum fyrir næsta vor, árið 2025. Fyrstu flugin næsta vor séu orðin fullbókuð.

Aventuraholidays ehf. er í eigu Andra Más Ingólfssonar, sem stofnaði og rak Heimsferðir í 28 ár, og stofnaði Aventura á árinu 2019.

Eignir Aventuraholidays ehf. voru bókfærðar á 255 milljónir króna í árslok 2023. Eigið fé með víkjandi láni frá eiganda nam 132 milljónum króna.

Tilkynnt var í byrjun síðasta árs að Aventuraholidays hefði keypt vörumerki Detur ferðaskrifstofunnar í Skandinavíu. Samhliða því opnaði systurfyrirtæki Aventura í Danmörku, Aventurarejser, vef undir nafni vörumerkisins.