Bandaríski flugherinn og stjórn stafrænna- og gervigreindaráðuneytis varnarmálaráðuneytisins (CDAO) hefur valið fyrirtækið GreenFire Energy til að kanna hvort hægt sé að nýta jarðhita til að auka orkusjálfbærni Bandaríkjanna.

GreenFire Energy mun nú kanna möguleika á uppbyggingu jarðhitavirkjana bæði í Bandaríkjunum og erlendis til að sjá bandarískum herstöðvum fyrir áreiðanlegri og hagkvæmri raforku, jafnvel þegar röskun verður á raforkukerfi.

Kirk Phillips, framkvæmdastjóri orkutryggingastofu bandaríska flughersins, segir að flugherinn vilji vinna með bandarískum fyrirtækjum til að byggja upp næstu kynslóð jarðhitatækni og nota þannig einkafjármagn í stað fjár skattgreiðenda.

„Varnarmálaráðuneytið hefur þegar samþykkt nokkur verkefni á þessu sviði fyrir allar herdeildir bandaríska hersins og er GreenFire Energy einstaklega vel í stakk búið til að leiða þessa baráttu. Með þessu sönnum við að jarðhiti er mikilvæg viðbót við orkusafn og orkuyfirráð Bandaríkjanna.“