Olíuhreinsunarstöð á Sikiley sem er í eigu Lukoil, næsta stærsta olíu og gasfyrirtækis Rússlands, hefur verið notuð til að vinna rússneska hráolíu. Hún er síðan send eftir vinnslu í formi bensíns og annarra unninna olíuvara til Bandaríkjanna. Wall Street Journal greinir frá þessu

Blaðið hefur farið í gegnum farmskjöl og ýmis önnur gögn sem sýna meðal annars að ein sending hafi komið til Bandaríkjanna í maí, þremur mánuðum eftir að Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Rússa. Hún kom til New Jersey en var þaðan dreift víða um Bandaríkin.

Ástæða þess að þetta er hægt er galli á viðskiptabanninu. Samkvæmt viðtekinn venju í olíuiðnaðinum þá verður rússnesk hráolía sem flutt er til annars lands talin hafa uppruna þar eftir að hún hefur verið hreinsuð. Rússneska hráolían verður því að ítölsku bensíni á Sikiley.

Hér fyrir neðan er myndband WSJ sem sýnir hvernig Rússar hafa farið framhjá viðskiptabanninu.