Fyrr í dag var greint frá því á vef Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyrir­tækja að fé­lags­menn hefðu fellt kjara­samning sam­takanna og SA sem undir­ritaður var í byrjun maí.

„Þá liggur niður­staðan fyrir, samningurinn felldur og kemur ekki á ó­vart. Al­gert skilnings­leysi at­vinnu­rek­enda á kröfum um styttingu vinnu­tíma skiptir ef­laust miklu máli í þessari niður­stöðu,” skrifaði Ari Skúla­son, for­maður SSF, á heima­síðu fé­lagsins.

Á heima­síðu SSF var greint frá því að kjör­sókn hafi verið 76,1%. Af þeim sem kusu sam­þykktu 1292 fé­lags­menn samninginn á meðan 1322 fé­lags­menn höfnuðu honum. Þá tóku 107 ekki af­stöðu.

Sam­kvæmt þeim var samningurinn felldur með 30 at­kvæðum.

Það hins vegar er það svo að meiri­hluta þarf til að fella samninginn. Þar sem 3,93% taka ekki af­stöðu og 47,48% segja já er þeim meiri­hluta ekki náð þó svo að fleiri greiddu at­kvæði á móti en með.

Því er ekki nóg að 48,59% þeirra sem kusu hafi hafnað samningnum og telst hann því sam­þykktur.

SSF fjar­lægði fréttina af vef­síðu sinni og er von á til­kynningu frá samtökunum síðar í dag.