Hlutabréf á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa hækkað talsvert frá opnun markaða en helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað um rúmlega 2% það sem af er degi. Það stefnir því í annan daginn í röð af hækkunum en umræddar vísitölur hækkuðu um 1,9%-3,4% í gær.
Viðskiptafjölmiðlarnir ráku hækkanir í gær til uppgjörs stóru bandarísku bankanna og U-beygju bresku ríkisstjórnarinnar í skattamálum.
Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs birti uppgjör í morgun sem var umfram spár greiningaraðila. Hagnaður á þriðja fjórðungi hjá Goldman Sachs nam 3,1 milljarði dala, sem er um 43% lækkun frá sama tímabili í fyrra, en greiningaraðilar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 2,9 milljarða dala hagnaði. Gengi bankans hefur hækkað um 5% í dag.
Uppgjör JP Morgan Chase á föstudaginn og Bank of America í gær voru sömuleiðis yfir væntingum. Bætt afkoma af lánastarfsemi bankana hefur vegið upp á móti minnkandi fjárfestingartekjum. Hlutabréf JP Morgan og Bank of America hafa hækkað um 17%-18% undanfarna viku.
Helstu hlutabréfavísitölur bandaríska markaðarins
Í gær |
+2,7% |
+1,9% |
+3,4% |