Heildverslunin Egilsson ehf., eigandi Office 1, keypti um áramótin ritfangaverslanir A4 af Björg, eignarhaldsfélagi í eigu skilanefndar Sparisjóðabankans.
Office 1 hefur átt við varanlegan rekstrarvanda að stríða allt frá hruninu haustið 2008 og hefur starfað á nýrri kennitölu frá því í apríl í fyrra.
Office 1 er sem fyrr segir í eigu Egilsson ehf. en Egilsson var skráð á nýja kennitölu í mars sl. og keypti þá rekstur Office 1 út úr þrotabúi Tékklistans sem nú er í gjaldþrotameðferð.
Egill Þór Sigurðsson, núverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Egilsson ehf., var eigandi Tékklistans áður en félagið fór í þrot. Rétt er þó að taka fram að Egilsson tók yfir allar starfsmannaskuldbindingar og leigusamninga Tékklistans auk þess sem félagið greiddi fyrir birgðir félagsins. Hann segir kaupin að mestu fjármögnuð af viðskiptabanka Egilson, Landsbankanum.
„Bankinn stendur með okkur og hefur trú á því sem við erum að gera,“ segir Egill.
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.