Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu sem hefst kl. 9 í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu sem hefst kl. 9 í dag.

Í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029, sem birt var í apríl síðastliðnum, var áætlað að ríkissjóður yrði rekinn með 49 milljarða króna halla í ár (nú gert ráð fyrir 52 milljarða halla) en að afkoma ríkissjóðs myndi batna talsvert milli ára þannig að hallinn verði um 24 milljarðar árið 2025.

Sigurður Ingi sagði í samtali við Vísi á föstudaginn fjárlagafrumvarpið sem kynnt verður í dag byggi á fjármálaáætluninni sem þingið samþykkti í vor. Hann gaf til kynna að ekki yrði ráðist í frekari niðurskurðaraðgerðir heldur taki fjárlögin tillit til þess að vaxtastigið séu farnar að hafa áhrif á heimili landsins.