Kynningarfundur vegna yfirlýsingar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hefst klukkan 9:30 en hægt er að fylgjast með fundinum beint neðst í fréttinni.
Á fundinum munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar að lækka vexti um 50 punkta.
Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í morgun kom fram að verðbólga væri að hjaðna á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga væri að minnka. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað og raunvextir því hækkað.
Að mati nefndarinnar gætir áhrifa þétts peningalegs taumhalds áfram í efnahagsumsvifum og hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar.