Kynningar­fundur vegna yfir­lýsingar peninga­stefnu­nefndar Seðla­banka Ís­lands hefst klukkan 9:30 en hægt er að fylgjast með fundinum beint neðst í fréttinni.

Á fundinum munu Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóri og for­maður peninga­stefnu­nefndar, Rann­veig Sigurðar­dóttir, vara­seðla­banka­stjóri peninga­stefnu, og Þórarinn G. Péturs­son, fram­kvæmda­stjóri sviðs hag­fræði og peninga­stefnu í Seðla­bankanum, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar að lækka vexti um 50 punkta.

Í yfir­lýsingu nefndarinnar frá því í morgun kom fram að verðbólga væri að hjaðna á breiðum grunni og undir­liggjandi verðbólga væri að minnka. Þá hafa verðbólgu­væntingar al­mennt lækkað og raun­vextir því hækkað.

Að mati nefndarinnar gætir áhrifa þétts peninga­legs taum­halds áfram í efna­hags­um­svifum og hægt hefur á vexti inn­lendrar eftir­spurnar.