Landsbankinn gaf í morgun út nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Hagspáin verður kynnt á fundi í Silfurbergi Hörpu sem hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 10:00 í dag. Í lok fundar verða pallborðsumræður um tækifæri í útflutningi.
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Þetta er mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hefur verið 5-9% árlega, en þeim mikla hagvexti hefur fylgt mikil og þrálát verðbólga.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, Ingvar Hjálmarsson, forstjóri Nox Medical, og Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, taka þátt í pallborðsumræðum.
Dagskrá:
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans kynnir hagspá til ársins 2027.
James Ashley, hagfræðingur og forstöðumaður stefnumála og ráðgjafalausna fyrir Evrópu, Miðausturlönd, Afríku og Asíu hjá eignastýringu Goldman Sachs. James hefur mikla þekkingu og innsýn í alþjóðlegt efnahagsumhverfi og er vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi. Hann býr yfir rúmlega 20 ára starfsreynslu í fjármálageiranum. Áður en James hóf störf hjá Goldman Sachs vann hann m.a. hjá Barclays Capital og sem aðalhagfræðingur Evrópumála hjá Royal Bank of Canada.
Þátttakendur í pallborði:
- Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water
- Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis
- Ingvar Hjálmarsson, forstjóri Nox Medical
- Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma
- Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, stýrir umræðum.