Bene­dikt Sveins­son, lög­maður og at­hafna­maður í Garða­bæ, lést á þriðju­dags­kvöld, 86 ára gamall.

Morgunblaðið greinir frá andláti Benedikts en þar er ævi og störf hans rakin. Benedikt stundaði lög­mennsku og skipa­sölu um ára­bil, naut mikils trausts í við­skipta­lífi og var einn elsti for­ystu­maður í ís­lensku at­hafna­lífi um ára­tuga­skeið.

Bene­dikt sat í stjórnum fjöl­margra fyrir­tækja á ferlinum meðal annars Sjó­vá, síðar Sjó­vá-Al­mennar, Eim­skip, Burðar­ás, Flug­leiðir, Marel, SR mjöl, Granda og Nes­skip.

Hann var einnig virkur í fé­lags­störfum og tók þátt í örri upp­byggingu Garða­bæjar. Bene­dikt var for­maður sjálf­stæðis­fé­lags Garða- og Bessa­staða­hrepps 1973-75, í skóla­nefnd Garða­bæjar 1974-86 og bæjar­full­trúi í Garða­bæ 1986-98, þar af odd­viti meiri­hlutans og at­kvæða­mikill for­maður bæjar­ráðs í tíu ár.

Hann gekk í Róta­rýklúbbinn Görðum 1976 og var virkur fé­lagi í hreyfingunni alla starfs­ævi sína.

Bene­dikt Sveins­son, lög­maður og at­hafna­maður í Garða­bæ, lést á þriðju­dags­kvöld, 86 ára gamall.

Morgunblaðið greinir frá andláti Benedikts en þar er ævi og störf hans rakin. Benedikt stundaði lög­mennsku og skipa­sölu um ára­bil, naut mikils trausts í við­skipta­lífi og var einn elsti for­ystu­maður í ís­lensku at­hafna­lífi um ára­tuga­skeið.

Bene­dikt sat í stjórnum fjöl­margra fyrir­tækja á ferlinum meðal annars Sjó­vá, síðar Sjó­vá-Al­mennar, Eim­skip, Burðar­ás, Flug­leiðir, Marel, SR mjöl, Granda og Nes­skip.

Hann var einnig virkur í fé­lags­störfum og tók þátt í örri upp­byggingu Garða­bæjar. Bene­dikt var for­maður sjálf­stæðis­fé­lags Garða- og Bessa­staða­hrepps 1973-75, í skóla­nefnd Garða­bæjar 1974-86 og bæjar­full­trúi í Garða­bæ 1986-98, þar af odd­viti meiri­hlutans og at­kvæða­mikill for­maður bæjar­ráðs í tíu ár.

Hann gekk í Róta­rýklúbbinn Görðum 1976 og var virkur fé­lagi í hreyfingunni alla starfs­ævi sína.

Morgun­blaðið rekur ættir Bene­dikts en for­eldrar hans voru Sveinn Bene­dikts­son (1905-1979), fram­kvæmda­stjóri í Reykja­vík, og Helga Ingi­mundar­dóttir (1914-2008), hús­móðir. Sveinn var sonur Bene­dikts Sveins­sonar þing­for­seta (1877-1954) og kven­skörungsins Guð­rúnar Péturs­dóttur frá Eng­ey (1878-1963).

Meðal syst­kina Sveins má nefna dr. Bjarna for­sætis­ráð­herra og Pétur banka­stjóra, en einn bræðra Helgu var Einar sýslu­maður og al­þingis­maður. Syst­kini Bene­dikts eru Ingi­mundur arki­tekt, Guð­rún lög­fræðingur og Einar for­stjóri.

Eftir­lifandi eigin­kona Bene­dikts er Guð­ríður Jóns­dóttir og varð þeim þriggja sona auðið. Þeir eru Sveinn tölvunar­fræðingur, Jón raf­magns­verk­fræðingur og Bjarni, for­sætis­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins. Barna­börn Bene­dikts og Guð­ríðar eru átta og barna­barna­börn fjögur.