Hlutafjárútboði vefbankans MyBank er nú lokið. Með hlutafjáraukningunni aflaði MyBank sér 240 milljóna norskra króna eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Með hlutafjáraukningin uppfyllir MyBank eiginfjárkröfur fyrir hefðbundna bankastarfsemi, en hlutafjáraukningin mun einnig nýtast í að fjármagna starfsemi bankans samkvæmt fyrirliggjandi viðskiptaáætlun. MyBank fékk leyfi fyrir bankastarfsemi frá norska Fjármálaeftirlitinu í júlí 2016 og hyggst hefja starfsemi á árinu 2017,“ segir í tilkynningunni.

Beringer hafði umsjón með hlutafjáraukningu MyBank. MyBank er nýlega stofnaður norskur vefbanki sem býður upp á neytendalán og innlánsreikninga í gegnum net og snjallsíma.