Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (The Icelandic Wildlife Fund) og Landssamband veiðifélaga, hafa látið koma upp stóru skilti í innritunarsal Leifsstöðvar.
Jón Kaldal, talsmaður IWF, segir að skiltinu hafi verið komið upp til þess að vekja athygli á þeirri baráttu sem nú stendur yfir fyrir verndun íslenskra laxastofna.
„Þetta er barátta sem er á mikilli ferð núna hjá okkur á Íslandi og við hjá IWF finnum mjög vel fyrir því að áhuginn á því að vernda íslenska laxastofna nær langt út fyrir Ísland. Við höfum fengið ákall víða að, meðal annars í gegnum Facebook-síðu okkar. Fólk er að fylgjast með því sem við erum að gera. Þetta skilti í Leifsstöð er ákveðið svar við þessu ákalli og við finnum að margir vilja styðja við bakið á þessari baráttu. Við viljum vekja athygli á því að hér á Íslandi erum við að verja síðasta vígi villta Atlantshafslaxins, eins og við köllum það" segir Jón.
Að sögn Jóns er ein af ástæðum þess að Ísland búi yfir einstökum laxastofnum, sé sú að iðnaðareldi á laxi hafi ekki verið stundað í miklum mæli í hafinu við Ísland. Hann bendir á að í Noregi hafi norskur eldislax blandast við villta laxastofna og það hafi valdið miklum búsifjum í norskum stangveiðiám. Einnig þurfi að líta til þess að þarna sé á ferðinni dýrategund sem á undir högg að sækja. Laxategundin sem er notuð við eldið sé norsk og því ekki af innlendu kyni. Norski eldislaxinn geti því blandast við íslenska villta laxinn, en þessir stofnar eru erfðafræðilega ólíkir.
Hafa miklar áhyggjur
Jón segir að vegna ofangreindra atriða hafi IWF miklar áhyggjur. „Við höfum miklar áhyggjur af laxinum okkar og höfum einnig áhyggjur af þeirri miklu mengun sem streymir frá sjókvíunum. Mengunin kemur til vegna fóðursins sem er borið í fiskana og skítsins sem kemur frá þeim. Þetta fellur beint niður á sjávarbotninn og rotnar þar, sem hefur slæm áhrif á botndýralíf og mögulega langt út fyrir kvíarnar. Einnig hefur borið á því að verið sé að hella eitri í kvíarnar vegna lúsafárs sem hefur verið viðvarandi. Við veltum því fyrir okkur hvaða áhrif þetta hefur og sömuleiðis hvaða áhrif það hefur að setja svona gífurlegt magn af fiski inn í firðina á Íslandi. Hvaða áhrif hefur þetta á uppeldisstöðvar þorsksins og annarra nytjategunda í fjörðunum okkar? Okkur þykir þetta vera mikið áhættuspil og erum á móti því að þessi tilraun fari fram í íslenskri náttúru".
Ekki á móti öllu laxeldi
IWF er að sögn Jóns ekki á móti laxeldi, heldur einungis á móti laxeldi sem fer fram í opnum sjókvíum. Sjóðurinn sé á því máli að laxeldi eigi að fara fram á landi, þar sem að aðstæður á Íslandi séu einstaklega góðar, meðal annars vegna jarðvarmans, aðgengi að nægu hreinu vatni og nægs landrýmis.
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (The Icelandic Wildlife Fund) og Landssamband veiðifélaga, hafa látið koma upp stóru skilti í innritunarsal Leifsstöðvar.
Jón Kaldal, talsmaður IWF, segir að skiltinu hafi verið komið upp til þess að vekja athygli á þeirri baráttu sem nú stendur yfir fyrir verndun íslenskra laxastofna.
„Þetta er barátta sem er á mikilli ferð núna hjá okkur á Íslandi og við hjá IWF finnum mjög vel fyrir því að áhuginn á því að vernda íslenska laxastofna nær langt út fyrir Ísland. Við höfum fengið ákall víða að, meðal annars í gegnum Facebook-síðu okkar. Fólk er að fylgjast með því sem við erum að gera. Þetta skilti í Leifsstöð er ákveðið svar við þessu ákalli og við finnum að margir vilja styðja við bakið á þessari baráttu. Við viljum vekja athygli á því að hér á Íslandi erum við að verja síðasta vígi villta Atlantshafslaxins, eins og við köllum það" segir Jón.
Að sögn Jóns er ein af ástæðum þess að Ísland búi yfir einstökum laxastofnum, sé sú að iðnaðareldi á laxi hafi ekki verið stundað í miklum mæli í hafinu við Ísland. Hann bendir á að í Noregi hafi norskur eldislax blandast við villta laxastofna og það hafi valdið miklum búsifjum í norskum stangveiðiám. Einnig þurfi að líta til þess að þarna sé á ferðinni dýrategund sem á undir högg að sækja. Laxategundin sem er notuð við eldið sé norsk og því ekki af innlendu kyni. Norski eldislaxinn geti því blandast við íslenska villta laxinn, en þessir stofnar eru erfðafræðilega ólíkir.
Hafa miklar áhyggjur
Jón segir að vegna ofangreindra atriða hafi IWF miklar áhyggjur. „Við höfum miklar áhyggjur af laxinum okkar og höfum einnig áhyggjur af þeirri miklu mengun sem streymir frá sjókvíunum. Mengunin kemur til vegna fóðursins sem er borið í fiskana og skítsins sem kemur frá þeim. Þetta fellur beint niður á sjávarbotninn og rotnar þar, sem hefur slæm áhrif á botndýralíf og mögulega langt út fyrir kvíarnar. Einnig hefur borið á því að verið sé að hella eitri í kvíarnar vegna lúsafárs sem hefur verið viðvarandi. Við veltum því fyrir okkur hvaða áhrif þetta hefur og sömuleiðis hvaða áhrif það hefur að setja svona gífurlegt magn af fiski inn í firðina á Íslandi. Hvaða áhrif hefur þetta á uppeldisstöðvar þorsksins og annarra nytjategunda í fjörðunum okkar? Okkur þykir þetta vera mikið áhættuspil og erum á móti því að þessi tilraun fari fram í íslenskri náttúru".
Ekki á móti öllu laxeldi
IWF er að sögn Jóns ekki á móti laxeldi, heldur einungis á móti laxeldi sem fer fram í opnum sjókvíum. Sjóðurinn sé á því máli að laxeldi eigi að fara fram á landi, þar sem að aðstæður á Íslandi séu einstaklega góðar, meðal annars vegna jarðvarmans, aðgengi að nægu hreinu vatni og nægs landrýmis.