Milljarðamæringurinn og vogunar­sjóðs­stjórinn Scott Bes­sent er sam­kvæmt Financial Times langlík­legastur til að verða næsti fjár­málaráðherra Bandaríkjanna en hann er að sögn við­skipta­miðilsins byrjaður að leita að að­stoðar­manni.

Bes­sent var efna­hags­ráðgjafi Trump í kosninga­baráttunni en hann styrkti einnig baráttuna fjár­hags­lega.

Í sam­tali við CNBC degi eftir kosningarnar sagði Bes­sent að hann hafi ekki átt nein samtöl við Trump um að verða fjár­málaráðherra en heimildar­menn FT segja það ljóst að hann muni vera í stóru hlut­verki í næstu ríkis­stjórn.

„Ég mun gera það sem Trump for­seti biður um,“ sagði Bes­sent við CNBC er hann var spurður um hvort hann yrði ráðherra í næstu ríkis­stjórn.

Bes­sent stofnaði og rekur Key Square Capi­tal Mana­gement en þar áður vann hann hjá Sor­os Fund Mana­gement sem fjárfestirinn Geor­ge Sor­os stofnaði.

Bes­sent efnaðist á tíunda ára­tug síðustu aldar er hann og Geor­ge Sor­os veðjuðu gegn breska pundinu og japanska jeninu árið 1992.

Bes­sent sagði starfi sínu lausu hjá Soros árið 2000 og fór í einkarekstur. Hann stór­græddi aftur árið 2013 með því að skort­selja jenið.

Sam­kvæmt Financial Times styður Bes­sent heils­hugar efna­hags­að­gerðir Trump, þar á meðal að leggja tolla á inn­fluttar vörur.

Aðrir sem koma einnig til greina sem næsti fjár­málaráðherra Bandaríkjanna samkvæmt FT eru:

  • John Paul­son, milljarðamæringur, sjóðs­stjóri og fjár­hags­legur styrktaraðili fram­boðs Trump.
  • Robert Lightizer, fyrrum við­skiptaráðherra Bandaríkjanna.
  • Þing­maðurinn Bill Ha­ger­ty sem var sendi­herra Trump í Japan í fyrstu ríkis­stjórn Trump.