Bílasala á Íslandi jókst um 26,1% á milli ára á breytilegu verðlagi eða 14,7% á föstu verðlagi, samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Í tilkynningu frá RSV segir að vísitala bílasölu hafi aldrei verið hærri frá upphafi mælinga árið 2010.
Á sama tíma er 1,8% hækkun á milli ára á matarkörfunni (stórmörkuðum og matvöruverslunum) á föstu verðlagi eða 14,1% á breytilegu verðlagi.
Bílasala í maí/júní nam 55,6 milljörðum króna í ár í samanburði við 43,6 milljarða árið 2022. Gríðarleg aukning er á milli mánaða en í mars/apríl á þessu ári nam bílasala 39,2 milljörðum í samanburði við 31,9 milljarða árið 2022.
Bílasala á Íslandi
2023 | ||
21,3 ma.kr. | ||
39,2 ma.kr. | ||
55,6 ma.kr. | ||