Bíla­sala á Ís­landi jókst um 26,1% á milli ára á breyti­legu verð­lagi eða 14,7% á föstu verð­lagi, sam­kvæmt tölum frá Rann­sóknar­setri verslunarinnar.

Í til­kynningu frá RSV segir að vísi­tala bíla­sölu hafi aldrei verið hærri frá upp­hafi mælinga árið 2010.

Á sama tíma er 1,8% hækkun á milli ára á matar­körfunni (stór­mörkuðum og mat­vöru­verslunum) á föstu verð­lagi eða 14,1% á breyti­legu verð­lagi.

Bíla­sala á Ís­landi jókst um 26,1% á milli ára á breyti­legu verð­lagi eða 14,7% á föstu verð­lagi, sam­kvæmt tölum frá Rann­sóknar­setri verslunarinnar.

Í til­kynningu frá RSV segir að vísi­tala bíla­sölu hafi aldrei verið hærri frá upp­hafi mælinga árið 2010.

Á sama tíma er 1,8% hækkun á milli ára á matar­körfunni (stór­mörkuðum og mat­vöru­verslunum) á föstu verð­lagi eða 14,1% á breyti­legu verð­lagi.

Bíla­sala í maí/júní nam 55,6 milljörðum króna í ár í saman­burði við 43,6 milljarða árið 2022. Gríðar­leg aukning er á milli mánaða en í mars/apríl á þessu ári nam bíla­sala 39,2 milljörðum í saman­burði við 31,9 milljarða árið 2022.

Bílasala á Íslandi

2022 2023
janúar / febrúar 19,8 ma.kr. 21,3 ma.kr.
mars / apríl 31,9 ma.kr. 39,2 ma.kr.
maí / júní 43,6 ma.kr. 55,6 ma.kr.
Heimild: RSV