Verð á rafmyntinni Bitcoin hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar og fór um helgina yfir 40 þúsund dollara í fyrsta sinn síðan í maí 2022. Rafmyntin hefur nú hækkað um tæplega 150% frá áramótum.

Verð á rafmyntinni hefur hækkað um tæplega 5% undanfarinn sólarhring og stendur í 41,5 þúsund dollurum þegar fréttin er skrifuð.

Verð á rafmyntinni Bitcoin hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar og fór um helgina yfir 40 þúsund dollara í fyrsta sinn síðan í maí 2022. Rafmyntin hefur nú hækkað um tæplega 150% frá áramótum.

Verð á rafmyntinni hefur hækkað um tæplega 5% undanfarinn sólarhring og stendur í 41,5 þúsund dollurum þegar fréttin er skrifuð.

Hækkunin á verði rafmyntarinnar er rakin til meðbyr á mörkuðum vegna væntinga um að vaxtahækkunarferli Seðlabanka Bandaríkjanna sé lokið og mögulega muni hann byrja að lækka vexti áður en langt um líður.

Í umfjöllun Financial Times segir að áhuginn á rafmyntum skýrist einnig af því að nú sjái fyrir endann á tveimur af stærstu dómsmálum í sögu rafmyntageirans. Þar er annars vegar vísað í dómsmál tengdum föllnu rafmyntakauphallarinnar FTX og stofnanda hennar Sam Bankman-Fried og hins vegar mál tengdum lögbrotum rafmyntakauphallarinnar Binance.

Jafnframt eru fjárfestar vongóðir um að Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) veiti heimild fyrir skráðum hlutabréfasjóðum sem fjárfesta beint í rafmyntinni.