Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti eina milljón hluta, eða um 0,32% hlut, í smásölufyrirtækinu Festi í síðasta mánuði. Miðað við meðalgengi hlutabréfa Festi í október má ætla að kaupverð Sjávarsýnar hafi numið um 192 milljónum króna. Listi yfir stærstu hluthafa Festi var uppfærður í gær.
Sjávarsýn varð í september að stærsta einkafjárfestinum í hluthafahópi VÍS eftir að hafa bætt við sig 0,9% hlut. Félagið á nú 7,7% í VÍS sem er um 2,4 milljarðar að markaðsvirði. Bjarni, sem er forstjóri Iceland Seafood, er einnig stærsti hluthafi þess félags með 10,8% hlut í gegnum Sjávarsýn sem er um 2,1 milljarður að markaðsvirði.
Sjávarsýn átti 1,95% hlut í Festi í lok október sem er um 1,15 milljarðar króna að markaðsvirði miðað við núverandi gengi félagsins.
Aðrir einkafjárfestar meðal stærstu hluthafa Festi eru Stormtré ehf., sem er að mestu í eigu Hreggviðs Jónssonar, með 1,95% hlut, Kjálkanes, systurfélag útgerðarfélagsins Gjögurs, með 1,92% hlut, og Brekka Retail, fjárfestingarfélag Þórðar Más Jóhannessonar, með 1,60% hlut.
Þá kom Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, inn á listann í október en félagið fer með 0,59% hlut í Festi.
Tíu stærstu hluthafar Festi, móðurfélags N1, Elko og Krónunnar, eru allir íslenskir lífeyrissjóðir sem eiga samtals 73,3% hlut.
Stærstu hluthafar Festi í lok október 2022
í % |
14,02% |
10,92% |
10,24% |
9,36% |
6,88% |
4,61% |
4,55% |
3,83% |
3,61% |
2,96% |
1,95% |
1,95% |
1,92% |
1,60% |
1,60% |
0,88% |
0,59% |