Í ár hljóta alls 682 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki en í ár er sjötta árið sem Creditinfo veitir slíka viðurkenningu. Sams konar viðurkenningar eru veittar víða um heim en listi Creditinfo er byggður á finnskri fyrirmynd.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, veitti þrenn verðlaun fyrir góða frammistöðu í rekstri. Verðlaunahafarnir voru Kjarnepli, Hagar og LS Retail. Bjarni hélt þá ræðu fyrir afhendinguna, þar sem hann talaði um að listi CrediInfo væri til vitnisburðar um að Ísland væri að rétta úr kútnum fjárhagslega.
„Það er engum blöðum um það að fletta að með vaxandi fjölda fyrirtækja sem rata á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki erum við með enn einn vitnisburðinn um það að við Íslendingar erum mjög að rétta úr kútnum,” sagði Bjarni.
Myndband af ræðu Bjarna má horfa á hér að ofan, með því að smella á myndrammann efst í fréttinni.
Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í morgun. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að skrá sig inn .