Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri er blað sem Keldan og Viðskiptablaðið gefa út árlega til heiðurs fyrirtækjum með sterkan rekstur. Blaðið er opið öllum og er hlekkur á það hér neðst á síðunni.
Auk lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki eru í blaðinu fjölmörg viðtöl, greiningar og fróðlegt talnaefni. Fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin í ár eru 1.643 og eru þá 30 opinber fyrirtæki talin með. Til samanburðar var fjöldinn 1.445 í fyrra en þá komust 38 opinber fyrirtæki á listann.
Í blaðinu kemur fram að fyrirmyndarfyrirtækjum á landsbyggðinni fjölgar hlutfallslega á milli ára. Einnig kemur fram að hlutur kvenna í stjórnunarstöðum er enn rýr. Einungis 15,1% framkvæmdastjóra eða forstjóra eru konur.
Efstu fimm fyrirtækin á listanum að þessu sinni eru:
- Arion banki hf.
- Íslandsbanki hf.
- Síldarvinnslan hf.
- Brim hf.
- Samherji hf.
Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði:
- Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2023 og 2022 en rekstrarárið 2021 er einnig notað til viðmiðunar.
- Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2023 og 2022.
- Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 45 milljónir króna á rekstrarárinu 2023 og umfram 40 milljónir árið 2022.
- Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2023 og 2022.
- Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.
- Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Blaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fylgir Viðskiptablaðinu. Blaðið er opið öllum og hægt er að skoða það hér.