Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur samþykkt að játa sig sekan í máli sem tengist broti á samkomulagi um endurbætur innan fyrirtækisins. Fyrirtækið hafði borgað væga sekt gegn því að lofa endurbótum eftir tvö mannskæð flugslys árin 2018 og 2019.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Boeing hafi þar að auki samþykkt að greiða sekt upp á 243,6 milljónir dala. Sáttin verður nú send til dómara þar sem hún bíður samþykktar.

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur samþykkt að játa sig sekan í máli sem tengist broti á samkomulagi um endurbætur innan fyrirtækisins. Fyrirtækið hafði borgað væga sekt gegn því að lofa endurbótum eftir tvö mannskæð flugslys árin 2018 og 2019.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Boeing hafi þar að auki samþykkt að greiða sekt upp á 243,6 milljónir dala. Sáttin verður nú send til dómara þar sem hún bíður samþykktar.

Fjölskyldur þeirra sem létust hafa hins vegar gagnrýnt samkomulagið þar sem Boeing fær nú að forðast fulla ábyrgð á dauðsföllunum. Með því að játa sök fær fyrirtækið eins og forðast stór réttarhöld.

Ákvörðun Boeing um að játa sekt mun þó reynast svartur blettur fyrir fyrirtækið þar sem Boeing, sem er jafnframt mikilvægur verktaki fyrir bandaríska herinn, er nú komið á sakaskrá.

Ed Pierson, framkvæmdastjóri Foundation for Aviation Safety og fyrrum yfirmaður hjá Boeing, hefur einnig gagnrýnt samkomulagið.