Bogi Guðmundsson, einn stofnenda og fyrrum framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play Air, fór fram á gjaldþrotaskipti flugfélagsins fyrir Héraðsdómi í morgun, að því er Fréttablaðið greinir frá .
Í júní eignaðist FEA ehf félagið í heild sinni vegna vanefnda brúarláns frá því síðasta vetur. Krafa Boga er sögð nema um 30 milljónum króna og samanstanda af ógreiddum launum og láni til félagsins.
Í tilkynningu frá Arnari Má Arnarssyni forstjóra félagsins segir hann það sárt að Bogi skuli reyna að bregða fyrir fyrrum liðsfélaga sína fæti með kröfum sem séu úr lausu lofti gripnar. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera.“